- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta var sterkari í síðari hálfleik

Unglingalandsliðskonan Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði sex mörk fyrir Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta færðist upp í fimmta sæti Grill66-deildar kvenna í kvöld með fjögurra marka sigri á Víkingi, 20:16, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Víkingur var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 8:7, eftir að leikmenn beggja liða höfðu farið sparlega með púðrið.

Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Víking. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Grótta er þar með komin með tíu stig eftir níu leiki eins og ungmennalið Fram sem tapaði fyrir toppliði ÍR í kvöld, 24:22.

Grótta var sterkari í síðari hálfleik í kvöld. Sérstaklega var vörn og markvarsla aðal liðsins í leiknum gegn baráttuglöðum leikmönnum Víkings sem er í áttunda sæti deildarinnar með átta stig eftir 10 leiki. Keppni er jöfn um miðbik deildarinnar.


Rut Bernódusdóttir, úr Gróttu, var valin besti leikmaður Gróttu í leiknum í kvöld og fékk hún að launum gjafabréf á Flatbökuna og var sannarlega ánægð.

Rut Bernódusdóttir með gjafabréfið góða. Mynd/Grótta.


Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Rut Bernódusdóttir 4, Dagný Lára Ragnarsdóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Jónína Líf Gísladóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Stefanía Helga Sigurðardóttir 1.
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 7, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 4, Ester Inga Ögmudsdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Elína Helga Lárusdóttir 1.

Stöðuna í Grill66-deild kvenna og næstu leiki má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -