- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grunur um veðmálasvindl

- Auglýsing -

Hafin er rannsókn meintu veðmálasvindli í tengslum við leik Kadetten Schaffahausen og GOG í Evrópudeildinni í handknattleik í gær og að jafnvel hafi verið reynt að hagræða úrslitum. Þetta hefur TV2.dk í Danmörku fengið staðfest hjá dönsku getraununum, Danske spil. Kadetten vann með eins marks mun, 29:28, og það með dyggri aðstoð dómara frá Kósóvó, að mati Dana.

Óeðlilega mikið þótt veðjað á sigur Kadetten í leiknum sem varð m.a. til að lokað var fyrir möguleikann á því nokkru áður en flautað var til leiks.

Í gærmorgun var stuðullinn 2 á sigur Kadetten en þegar nær dró leiknum var stuðullinn kominn niður í 1,35 vegna mikill ásóknar. Hún var svo mikil að Dansk spil ákvað að loka fyrir leikinn. Fleiri sambærileg fyrirtæki eru sögð hafa gert hið saman.

Grunur leikur á að maðkur sé í mysunni og ástæða þykir að skoða málið ofan í kjölin. Dansk spil hefur m.a. vísað málinu áfram til Global Lottery Monitoring System, GLMS, sem hefur yfirumsjón með veðmálum og getraunum á kappleiki í 31 landi.

Danski vefurinn Fyens.dk á Fjóni í Danmörku, þaðan sem GOG er, segir að fleiri veðmálasíður hafi ákveðið að loka á leikinn áður en hann hófst vegna óeðlilega mikils áhuga.

Fjónski vefurinn beinir sjónum sínum að dómurum leiksins sem komu frá Kósóvó. Þeir þóttu vera einstaklega hliðhollir heimaliðinu, svo ekki sé fastara að orð kveðið.

Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen og Viktor Gísli Hallgrímsson er markvörður GOG.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -