- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guð minn góður hvað það var gaman að mæta út á völlinn

Lovísa Thompson er mætt til leiks á ný með Val. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Guð minn góður hvað það var gaman að mæta aftur út á völlinn eftir allan þennan tíma,“ sagði Lovísa Thompson sem lék með Val í dag í fyrsta sinn síðan í maí 2022. Hún fór út til Danmerkur þá um sumarið meiddist fljótlega og hefur verið að vinna úr þeimmeiðslum síðan.

Lovísa skoraði fimm mörk þegar Valur vann Stjörnuna, 29:10, í Meistarakeppni HSÍ í N1-höllinni í dag.

Þrjár aðgerðir á 10 mánuðum

„Ég var síðast með í leik 24. september 2022 og það var í Danmörku hjá Ringköbing. Þetta hefur verið langur tími en engu að síður hefur tíminn liðið hratt, að mér finnst. Ég fór í þrjár aðgerðir á 10 mánuðum. Það hefur ýmislegt gengið á en loksins er ég mætt aftur á völlinn og það er hrikalegt gott að vera kominn aftur út á gólfið á Hlíðarenda,“ sagði Lovísa og var eins og nærri má geta glöð í bragði þegar handbolti.is átti við hana stutt samtal.

Get ekki verið ánægðari

„Ég hef verið í ótrúlega góðum höndum hjá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfara og er loksins orðin góð, finn ekki fyrir neinu. Ég get ekki verið ánægðari,“ sagði Lovísa Thompson í samtali við handbolta.is í dag.

Sjá einnigÓtrúlegir yfirburðir Valskvenna

Þetta var svakalega mikill munur

Þær keyrðu bara yfir okkur – áttum ekki möguleika

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -