- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðjón Valur og lærisveinar tylltu sér á toppinn

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfari Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Gummersbach komst í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik með þægilegum sigri á botnliði Emsdetten á heimavelli þess síðarnefnda, 27:24. Gummersbach var einnig þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson stóð vaktina í vörninni að vanda auk þess sem hann skoraði tvö mörk í þremur tilraunum í sókninni.

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, getur verið nokkuð ánægður með fyrstu leiki liðs síns en hann tók við þjálfun Gummersbach í sumar í framhaldi af því að hann lagði keppnisskóna frá sér eftir langan og sigursælan feril sem leikmaður.

Gummersbach er efst í deildinni með átta stig eftir fimm leiki eins og Hamm-Westfalen og Dessauer. Hamm tapaði í gær sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar það tók á móti Dessauer, 27:26.

Annars hefur kórónuveiran sett mikið strik í reikninginn í keppni í 2. deild. Smit hafa komið upp í mismiklu mæli hjá mörgum liðanna. Af þeim sökum hefur þurft að fresta um helmingi leikja í síðustu tveimur umferðum auk þess sem sum lið eru að leika þrátt fyrir að vera vængbrotin. Þar á meðal er Gummersbach en þrír leikmenn í leikmannahópnum greindust með veiruna í snemma í nýliðinni viku.

Staðan, fjöldi leikja er innan sviga:

Gummerbach 8(5), Hamm-Westfalen 8(5), Dessauer 8(5), Hamburg 6(3), Wilhelmshavener 6(5), Elbflorenz 5(3), EHV Aue 4(3), Lübeck-Schwartau 4(4), Rimpar 4(4), Eisenach 4(4), Ferndorf 2(2), Bietigheim 2(2), Dormagen 2(2), N-Lübbecke 2(2), Grosswallstadt 2(4), Konstanz 2(4), Hüttenberg 1(5), Emsdetten 0(4), Fürstenfeldbruck 0(4).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -