- Auglýsing -

Guðmundur Bragi verður samherji Ísaks

- Auglýsing -


Eftir eins ár veru hjá danska úrvalsdeildarliðinu Bjerringbro/Silkeborg hefur Haukamaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson gengið til liðs við annað danskt úrvalsdeildarlið, TMS Ringsted á Sjálandi. Hann verður þar með liðsfélagi Ísaks Gústafssonar sem einnig verður nýr liðsmaður. Saman voru þeir í U21 ár landsliðinu fyrir tveimur árum sem vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

Eins árs samningur

Guðmundur Bragi skrifaði undir eins árs samning við TMS Ringsted. Hans fyrsti vinnudagur hjá félaginu verður 21. júlí þegar leikmenn TMS Ringsted koma saman til fyrstu æfingar.
Á síðustu leiktíð skoraði Guðmundur Bragi 89 mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg og gaf 17 stoðsendingar.

Varð í 10. sæti

Bærinn Rigsted er nánast í miðju Sjálands í Danmörku.
TMS Ringsted hafnaði í 10. sæti af 14 liðum dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 22 stig í 26 leikjum og tók þátt í umspili um að forðast fall úr deildinni. Í þeirri keppni lenti Ringsted-liðið í næst neðsta sæti fimm liða og slapp við umspilsleiki við lið úr næst efstu deild.

Fyrsti leikur

Fyrsti æfingarleikur TMS Ringsted verður við Team Sydhavsøerne 31. júlí, tíu dögum eftir að leikmenn koma saman til fyrstu æfingar. Eftir það taka við æfingaleikir við Fredericia 5. ágúst og Skjern 11. ágúst áður en kemur að bikarleik við TIK í Taastrup 14. ágúst.

Framarinn Þorri Björn Gunnarsson lék með TMS Ringsted fyrir nærri tveimur áratugum.

Karlar – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -