- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur og Einar halda í vonina

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Liðsmenn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK eiga enn möguleika á sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir að þeir unnu TMS Ringsted, 29:25, á heimavelli í næst síðustu umferð riðlakeppni átta efstu liðanna frá deildarkeppninni. Sigurinn var Fredericia HK nauðsynlegur. Tap hefði gert út um vonir um sæti í undanúrslitum.

Í sama riðli vann GOG liðsmenn Skjern, 31:28, á heimavelli. GOG er efst í riðlinum með sjö stig. Fredericia HK og Skjern hafa sex stig hvor. TMS Ringsted er með fjögur stig.

Skjern stendur betur að vígi í innbyrðis leikjum við Fredericia HK eftir sigur í báðum viðureignum liðanna í riðlakeppninni.

Í lokaumferðinni sunnudaginn 5. maí mætast Fredericia HK og GOG í Fredericia og Skjern á heimaleik við TMS Ringsted.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék að vanda með Fredericia HK í dag.

Með yfirburði

Í hinum riðli átta liða úrslitanna er Aalborg með yfirburði og hefur fyrir löngu tryggt sæti sitt í undanúrslitum þótt tvær umferðir séu eftir. Mors-Thy og Ribe-Esbjerg standa jöfn með fjögur stig hvort og Bjerringbro/Silkeborg rekur lestina.

Ribe-Esbjerg, með Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson innanborðs, sækir Aalborg heim í næst síðustu umferðinni á morgun. Á sama tíma eigast við Bjerringbro/Silkeborg og Mors-Thy.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -