-Auglýsing-

Guðmundur Þórður leystur frá störfum hjá Fredericia HK

- Auglýsing -

Guðmundi Þórði Guðmundssyni var í morgun sagt upp hjá danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia Håndboldklub. Guðmundur Þórður hafði þjálfað karlalið félagsins í þrjú ár, frá sumrinu 2022. Fredericia HK hefur tapað þremur af fjórum fyrstu leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni.

Fredericia Håndboldklub tilkynnti uppsögn Guðmundar Þórðar í morgun. Jesper Houmark og Michael Wollesen taka við þjálfun liðsins. Houmark var aðstoðarþjálfari liðsins hjá Guðmundi.


Fredericia HK hefur ekki vegnað sem best í upphafi leiktíðarinnar. Liðið hefur tapaði báðum heimaleikjum sínum en unnið aðra af tveimur viðureignum á útivelli. Óánægja var á meðal margra stuðningsmanna eftir tap á heimavelli fyrir Skanderborg fyrir 10 dögum og voru m.a. gerð hróp að Guðmundi Þórði. Tap fyrir Nordsjælland á útivelli á föstudaginn hefur sennilega orðið til þess að Guðmundur Þórður varð að taka pokann sinn í morgun.

Slakur árangur í fyrstu leikjum keppnistímabilsins er framhald að árangursleysi Fredericia HK í úrslitakeppninni í vor þegar botninn datt úr eftir ágætan árangur í deildarkeppninni.

Lék til úrslita á síðasta ári

Fredericia HK lék til úrslita um danska meistaratitilinn vorið 2024 en tapaði fyrir Aalborg Håndbold. Á síðasta tímabili lék Fredericia HK í Meistaradeild Evrópu. Var það í fyrsta sinn í rúma fjóra áratugi sem Fredericia HK öðlaðist þátttökurétt í Evrópukeppni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -