- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Guðmundur verður að vera með grímu á HM

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, verður skyldugur að vera með grímu meðan hann stýrir íslenska landsliðinu í leikjum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar.  Aðeins leikmenn verða undanskildir grímunotkun meðan á leikjum mótsins stendur samkvæmt reglum sem Alþjóða handknattleikssambandið hefur sett.

Fleiri sóttvarnareglur hafa verið tilkynntar. Meðal þeirra er að allir þátttakendur mótsins verða að framvísa neikvæðu covid-prófi við komuna til Egyptalands. Að hámarki mega líða 48 stundir frá þeim tíma að prófið er tekið og þangað til komið er til keppnislands.

Leikmenn, dómarar, þjálfarar og aðrir starfsmenn auk farastjóra og stjórnenda handknattleikssambanda þátttökulanda verða að fara í covid-próf á þriggja daga fresti á meðan á þátttöku þeirri í mótinu stendur.

Til viðbótar verður fyrrnefnd grímuskylda hjá öllum þeim sem koma að æfingum, að leikmönnum undanskildum.

Einnig hefur verið ákveðið að aðeins verður heimilt að hafa á milli 20-30% af hámarksfjölda áhorfenda á hverjum leik mótsins. Til að mynda verða ekki fleiri en 4.860 áhorfendur á úrslitaleik mótsins í stóru íþróttahöllinni í Kaíró.  Þessar takmarkanir þýða að hámarksfjöldi áhorfenda á leikjum mótsins verður frá 900 og upp í 2.100, allt eftir stærð keppnishallanna þriggja sem leikið verður í auk stóru íþróttahallarinnar í Kaíró.

Dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins síðdegis. Handbolti.is ætlar að fylgjast haukfráum augum með drættinum. Einnig verður hægt að fylgjast með framvindunni á eftirtöldum stöðum:

Facebook síða IHF: https://www.facebook.com/ihf.info 
Youtube síða IHF: https://www.youtube.com/user/ihftv 
Facebook síða HM 2021: https://www.facebook.com/handballegypt2021

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -