- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gummersbach í fyrsta leik í Krikanum? Dregið var í Evrópudeildinni

Aron Pálmarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum á dögunum. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar FH drógust í riðil með Svíþjóðarmeisturum IK Sävehof, franska liðinu Toulouse auk sigurliðsins úr viðureign Mors-Thy frá Danmörku og Gummersbach frá Þýskalandi en liðin mætast í undankeppni Evrópudeildarinnar í byrjun september. Dregið var í riðla Evrópudeildarinnar í morgun. Samkvæmt leikjaniðurröðun gæti fyrsti leikur FH orðið heima gegn Gummersbach þriðjudaginn 8. október.

Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og með liðinu leika Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.

Kemst Valur áfram?

Ef Valur vinnur króatíska liðið RK Bjelin Spacva Vinkovci í forkeppninni tekur Valur sæti í F-riðli með FC Porto, sem Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með, Vardar Skopje frá Norður Makedóníu, Melsungen, Þýskalandi, eða Elverum frá Noregi. Tveir Íslendingar leika með Melsungen, landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson.

Sex leikir á sex vikum

Riðlakeppni 32-liða úrslita hefst 8. október og lýkur 25. nóvember og verður leikið heima og að heiman, alls sex leikir. Tvö efstu lið hvers riðils komast áfram í 16-liða úrslit sem einnig verður leikin í riðlum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -