- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gunnar Dan sleit krossband – annar línumaður Hauka úr leik

Gunnar Dan Hlynsson er með slitið krossband. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Línu- og varnarmaðurinn öflugi hjá Haukum, Gunnar Dan Hlynsson, varð fyrirr því óláni að slíta krossband á hægra hné á æfingu í síðustu viku. Þar af leiðandi leikur hann ekkert með Haukum næsta árið. Gunnar Dan staðfesti tíðindin slæmu við handbolta.is í dag.


„Þetta gerðist bara á æfingu í síðustu viku, strax eftir verslunarmannahelgi. Þá vorum við á þriðju viku æfinga,“ sagði Gunnar Dan sem fer í aðgerð 30. ágúst.

Gunnar Dan sagði grun strax hafa vaknað um að krossbandið hafi farið. Hinn þrautreyndi bæklunalæknir Brynjólfur Jónsson var ekki lengi að staðfesta ótíðindin. „Brynjólfur var búinn að skoða mig í tvær mínútur þegar hann var alveg viss um að krossbandið væri slítið. Segulómun í kjölfarið staðfesti niðurstöðuna,“ sagði Gunnar Dan sem sér nú fram á næsta ár utan handboltavallarins. „Undirbúningstímabilið var stutt hjá mér.“


Gunnar er ekki eini línu- og varnarmaður Hauka sem er fjarverandi vegna slitins krossbands. Þráinn Orrri Jónsson sleit krossband í leik með landsliðinu í janúar og er ekki væntanlegur aftur til leiks fyrr en komið verður inn á næsta ár.

Gunnar Dan kom aftur til Hauka í byrjun þessa árs eftir að hafa verið í láni hjá Gróttu í hálft annað ár. Með Gróttu styrktist Gunnar mjög sem leikmaður og gat séð fram á að verða í stóru hlutverki á komandi leiktíð með Hafnarfjarðarliðinu, jafnt í vörn sem sókn.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -