- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur tekið saman föggur sínar og yfirgefið danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Vísir.is hefur heimildir fyrir að Gunnar Steinn gangi til liðs við Göppingen í þýsku 1. deildinni. Á heimasíðu Ribe-Esbjerg er Gunnari Steini óskað velfarnaðar í þýsku Bundesligunni.
Þýska liðið leitar um þessar mundir að leikstjórnanda til þess að hlaupa í skarðið fyrir Janus Daða Smárason sem verður frá næstu mánuði eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í lok janúar
Samningur Gunnars Steins við Ribe-Esbjerg átti að renna út í sumar.
- Auglýsing -