Gunnar Róbertsson varð markakóngur handknattleikskeppni Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem lauk í gær í Skopje með sigri íslenska landsliðsins. Gunnar skoraði 43 mörk í fimm leikjum, 8,6 mörk að jafnaði í leik. Hann skoraði 12 mörkum fleiri en næstu menn, Igland Lund frá Noregi og Leonatd Volk, Þýskalandi. Lund og Volk skoruðu 31 mark hvor í fimm leikjum. Þjóðverjinn Leo Nowak skoraði 30 mörk og situr í fjórða sæti á lista yfir markahæstu leikmenn.
Freyr Aronsson var næst markahæstur íslensku piltanna og í sjötta sæti á heildarlistanum með 24 mörk. Ómar Darri Sigurgeirsson var þriðji markahæstur íslensku piltanna með 17 mörk.

Laufey Helga markahæst
Laufey Helga Óskarsdóttir var markahæst íslensku stúlknanna á hátíðinni með 21 mark í fimm leikjum. Hún varð í sjötta sæti á heildarlista þeirra sem skoruðu mark í leikjum keppninnar. Mia Fuchs skoraði flest mörk, 35.
Af íslenska stúlkunum var Eva Lind Tyrfingsdóttir næst á eftir Laufeyju Helgu með 20 mörk. Ebba Guðríður Ægisdóttir kom þar á eftir með 17 mörk.
Íslenska landsliðið hafnaði í þriðja sæti.