Ungverska meistaraliðið Györ krækti í fjórða og síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar lokaumferð riðlakeppninnar fór fram um helgina. Györ vann Esbjerg, 29:28, í Ungverjalandi á laugardaginn í uppgjöri liðanna um annað sæti riðilsins. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda.
Evrópumeistarar tveggja síðustu ára, Vipers Kristiandand, CSM Búkaresti, Metz og Györ sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta til leiks í átta liða úrslitum.
Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar mætast:
Brest Bretagne – Esbjerg.
Krim – Rapid Búkaresti.
Storhamar – Odense.
Buducnost – FTC.
Fyrri umferðin fer fram laugardaginn 18. mars. Síðari leikirnir verða viku síðar. Samanlagður sigurvegari tekur sæti í átta liða úrslitum ásamt Vipers Kristiansand, CSM Búkaresti, Metz og Györ.
Sitja eftir með sárt ennið
Leikmenn þýska meistaraliðsins Bietigheim sitja eftir með sárt ennið. Þeir komast ekki í fyrstu umferð útsláttarkeppnina þrátt fyrir stórsigur á Banik Most, 47:25. Á sama tíma vann Krim frekar óvæntan sigur á rúmensku meisturunum, CSM Búkaresti, 28:26, í Ljubljana.
Brest, Krim og Bietigheim enduðu jöfn með 12 stig hvert í fimmta til sjöunda sæti A-riðils keppninnar. Þegar litið er til innbyrðisúrslita í leikjum liðanna þriggja stendur Bietigheim lakast að vígi og lendir þar með í sjöunda sæti. Tvö neðstu liðin í hvorum riðli eru úr leik.
Úrslit leikja helgarinnar og lokastaðan í riðlunum
A-riðill:
Brest – Vipers 29:36.
Bietigheim – Banik Most 47:25.
Krim – CSM Búkaresti 28:26.
Odense – FTC 25:28.
Vipers Kr. | 14 | 11 | 1 | 2 | 456:373 | 23 |
CSM Búkaresti | 14 | 10 | 2 | 2 | 439:386 | 22 |
Odense | 14 | 8 | 0 | 6 | 398:373 | 16 |
FTC | 14 | 7 | 1 | 6 | 407:374 | 15 |
Krim | 14 | 6 | 0 | 8 | 399:405 | 12 |
Brest Bretagne | 14 | 5 | 2 | 7 | 377:378 | 12 |
Bietigheim | 14 | 5 | 2 | 7 | 432:388 | 12 |
Banik Most | 14 | 0 | 0 | 14 | 347:578 | 0 |
B-riðill:
Györ – Esbjerg 29:28.
Rapid Búkaresti – Lokomotiv Zagreb 27:22.
Storhamar – Metz 24:26.
Buducnost – Kastamonu 10:0.*
Metz | 14 | 12 | 1 | 1 | 429:352 | 25 |
Györ | 14 | 11 | 0 | 3 | 444:347 | 22 |
Esbjerg | 14 | 10 | 0 | 4 | 455:367 | 20 |
Rapid Búk. | 14 | 9 | 2 | 3 | 441:404 | 20 |
Buducnost | 14 | 6 | 1 | 7 | 346:366 | 13 |
Storhamar | 14 | 4 | 0 | 10 | 377:406 | 8 |
Kastamonu | 14 | 1 | 1 | 12 | 341:452 | 3 |
Lokomotiv | 14 | 0 | 1 | 13 | 276:415 | 1 |
*Leikurinn fór ekki fram vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi. Kastamonu er tyrkneskt félag.