- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hægari bati en vonir stóðu til um

Bjarni Ófeigur Valdimarsson er nú leikmaður Skövde í Svíþjóð. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Batinn hefur verið mjög hægur hjá mér, miklu hægari en ég átti von á,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson, handknattleiksmaður við handbolta.is í morgun. Bjarni Ófeigur, sem gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde frá FH í lok nóvember, glímir við nárameiðsli og hefur verið frá keppni allt þetta ár af þeim sökum.


„Mér finnst ég vera að koma til en klúbburinn ítrekar við mig að ná mér 100% heilum af þessum meiðslum, fara alls ekki of fljótt af stað,“ sagði Bjarni Ófeigur ennfremur en meiðsli af þessum toga eru ævinlega erfið viðureignar.


Skövde situr í fimmta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 23 leiki en liðið á fimm leiki eftir fyrir lok deildarkeppninnar. Eftir hana tekur við úrslitakeppni átta efstu liða um sænska meistaratitlinn. Stefnt er að því að ljúka deildarkeppninni fyrir landsleikjahléið sem hefst 8. mars og stendur yfir í viku. Á þeim tíma mun sænska landsliðið taka þátt í forkeppni fyrir Ólympíuleikana.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -