- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hægt að kjósa Bjarka Má, Ómar Inga og Alfreð

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/DHB

Landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon, íþróttmaður ársins 2021, eru á meðal 10 handknattleiksmanna sem hægt að er leggja lið í kjöri á handknattleikskarli ársins í Þýskalandi fyrir árið 2021. Handknattleikssíðan handball-world stendur fyrir valinu og fer það m.a. fram á síðunni.

Alls er hægt að taka þátt í vali í 14 flokkum og á meðal annarra flokka er handknattleikspersóna ársins þar sem valið stendur á milli Alfreðs Gíslasonar, landsliðsþjálfara, og nokkurra annarra.


Auk Bjarka Más og Ómars Inga er hægt að kjósa átta aðra handknattleikmenn. Þeir eru Sander Sagosen, Niklas Weller, Johannes Golla, Marcel Schiller, Dominik Mappes, Niklas Landin, Jim Gottfridsson og Hans Lindberg.

Íslendingar styðja væntanlega sína menn sem létu til sín taka í þýska handboltanum á nýliðnu ári.

Kjörið hófst í dag og stendur yfir allan mánuðinn fyrir þá sem vilja leggjast á árar með Íslendingunum þremur. Sjá nánar hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -