Opnað hefur verið fyrir kosningu á bestu handknattleiksmönnum áratugarins (2011-2020) á vefsíðu handball-planet. Handbolti.is sagði fyrr í vikunni frá þessu væntanlega kjöri sem handball-planet stendur fyrir í tilefni af því áratugur er liðin frá því að síðan fór í loftið.
Guðjón Valur Sigurðsson er eini Íslendingurinn sem kemur til greina í 24 manna hópi handknattleiksmanna sem hægt er að kjósa í átta stöður á leikvellinum.
Fyrr í vikunni voru kynntir til leiks 89 handknattleiksmenn sem forsvarsmönnum síðunnar þótti hafa sett sterkan svip á karlahandboltann í Evrópu undanfarin áratug. Fækkað hefur verið í hópnum niður í 24.
Opnað hefur verið fyrir kosningu og getur hver sem er tekið þátt. Guðjón Valur er einn þriggja vinstri hornamanna sem valið stendur á milli. Hinir tveir eru Þjóðverjinn Uwe Gensheimer og Rússinn Timur Dibirov.
Óhætt er að hvetja Íslendinga til þess að heimsækja síðu handball-planet og greiða Guðjóni Val atkvæði sitt. Hægt er að komast inn beint inn á síðu handball-planet hér.