- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hætta Norðmenn við EM á elleftu stundu?

Tonje Larsen aðstoðarþjálfari norska landsliðsins og Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, stýra ekki norska landsliðinu á EM á heimavelli að þessu sinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Svo kann að fara að ekkert verði af því að Evrópumótið í handknattleik kvenna fari fram í Noregi í desember eins og til stendur. Strangar kröfur sem norsk yfirvöld gera til mótshaldara standa þversum í mörgum og vel getur verið að norska handknattleikssambandið sjái þann kost vænstan að hætta við móthaldið á elleftu stundu. Það skýrist á næstu tíu dögum, segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins í samtali við VG í Noregi.


Til sendur að um 60% af leikjum mótsins fari fram í Noregi en það sem eftir stendur í Danmörku en þjóðirnar sóttu um, og fengu, mótahaldið í sameiginlegri umsjón fyrir nokkrum árum, áður en nokkur maður hafði heyrt um covid19.


Norsk yfirvöld gera mjög strangar kröfur fyrir mótahaldinu eins og handbolti.is greindi frá á laugardaginn. Það sem helst stendur í fólki er sú krafa að ef einn leikmaður landsliðs greinist smitaður af kórónuveirunni verði allt hans lið sent heim í einum logandi hvelli. Ekki nóg með það heldur verður síðasti andstæðingur liðs hins smitaða einnig sent með hraðpósti til síns heima.

Algjörlega út í bláinn


Þetta þykir mörgum gangi langt út fyrir öll mörk og m.a. segir Bent Nyegaard handknattleiksþjálfari og pistlahöfundur TV2 í Danmörku að Norðmönnum væri ekki lengur stætt á að vera gesgjafi mótsins haldi þeir kröfum sínum til streitu. Nygaard sagði nauðsynlegt að Handknattleikssamband Evrópu grípi í taumana. Hægt væri að láta leikmenn búa í einangrun nánast allt mótið, skima þá reglulega og viðhafa margvíslegar strangar reglur en hugmyndir Norðmanna væri algjörlega út í bláinn.
Margir hafa tekið undir með Nyegaard á samfélagsmiðlum í dag.


Í þeim hluta mótsins sem fram fer í Danmörku verður látið nægja að senda þá leikmenn til síns heima sem greinast smitaðir, ekki alla samherjana og andstæðingana.

Fara yfir möguleikana


„Við erum að skoða alla kosti í stöðunni og það getur vel verið að hlutirnir gangi ekki upp í núverandi stöðu. Þá verðum við að hætta við,“ sagði Kåre Geir Lio m.a. við VG.


Hvað gerist ef Norðmenn ganga úr skaftinu er ómögulegt að segja. Talsmaður danska handknattleikssambandsins vildi ekki tjá sig um málið þegar danskir fjölmiðlar leituðu viðbragða síðdegis.


Til stendur að EM kvenna hefjist 3. desember og ljúki með úrslitaleik 17 dögum síðar. Íslenska landsliðið vann sér ekki inn þátttökurétt á mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -