- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafdís og vörnin fleytti Fram í úrslitaleikinn

Framarar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Fram leikur til úrslita í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik á laugardaginn gegn annað hvort KA/Þór eða FH. Fram vann Val, 22:19, í hörkuleik í Schenkerhöllinn á Ásvöllum í kvöld 22:19, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10. Markvörðurin Hafdís Renötudóttir var maðurinn á bak við sigur Fram-liðsins. Hún varði 16 skot að baki sterkri vörn liðsins.

Karen Knútsdóttir, Fram, að fara á milli Mariam Eradze og Lovísu Thompson í leiknum í kvöld. Mynd/HSÍ


Valur byrjaðir leikinn betur og var með forystuna framan af og m.a. var munurinn tvö mörk, 10:8, þegar sjö mínútur voru til hálfleiks. Þá skoraði Fram fjögur mörk í röð í kjölfar leikhlés og komst yfir í fyrsta sinn, 12:10, en þannig stóð að loknum fyrri hálfleik.


Fram var síðan með yfirhöndina allan síðari hálfleik, tvö til fjögur mörk. Svo virtist sem Fram-liðið hefði öll spil á hendi en fór illa að ráði sínu á kafla sem varð þess valdandi að Valsmenn komust á bragðið og minnkuðu muninn í eitt mark, 20:19. Nær komst Valsliðið ekki. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði úr vítakasti þegar rúm mínúta var eftir, 21:19. Lína var dæmd á Valskonur í sókninni á eftir. Karen Knútsdóttir innsiglaði síðan sigur Fram 35 sekúndum fyrir leikslok, 22:19.

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram, að skora eitt fjögurra marka sinna. Mynd/HSÍ

Hörkuleikur og skemmtilegur

„Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir stórskytta Fram sem skoraði fjögur mörk í leiknum. „Eftir að við komumst yfir, 12:10, þá fannst mér við vera með yfirhöndina í leiknum. Valsliðið var í því hlutverki að elta og þess vegna var alveg óþarfi hjá okkur að hleypa spennu í lokin. Ég tek það alveg á mig því ég tók hörmuleg skot sem ég átti ekki að taka í þessari stöðu. En fyrst og fremst var það frábær markvarsla og varnarleikur sem færði okkur þennan sigur. Hafdís var geggjuð í markinu og við stóðum frábæra vörn,“ sagði Ragnheiður sem segist vera mjög spennt fyrir úrslitaleiknum á laugardaginn.

Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með átta mörk, þar af sjö í fyrri hálfleik. MyndHSÍ


Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 8, Lovísa Thompson 4, Mariam Eradze 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Saga Sig Gísladóttir 9/1, Sara Sif Helgadóttir 5.
Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Karen Knútsdóttir 5/1, Ragnheiður Júlíusdóttir 4/1, Stella Sigurðardóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Emma Olsson 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 16.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -