- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hafnarfjarðarliðin sterkari í síðari hálfleik

Birgir Már Birgisson, hefur framlengt samning sinn við FH til 2024. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar hrósuðu sigri í fyrstu umferð Hafnarfjarðarmótsins í handknattleik karla í Kaplakrika í kvöld. Haukar lögðu Stjörnuna, 34:29, og FH hafði betur gegn Aftureldingu, 31:27.


Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Haukar öflugri er á síðari hálfleik leið gegn Stjörnumönnum. Ólafur Ægir Ólafsson átti stórleik fyrir Hauka og skoraði níu mörk og Tandri Már Konráðsson fór fyrir sínu liði sem fyrirliði Stjörnunnar og skoraði einnig níu mörk. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 15:15.


Mörk Hauka: Ólafur Ægir Ólafsson 9, Tjörvi Þorgeirsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Geir Guðmundsson 3, Adam Haukur Baumruk 2, Atli Már Báruson 2, Andri Fannar Elísson 2, Darri Aronsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Halldór Ingi Jónasson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Mörk Stjörnunnar: Tandri Már Konráðsson 9, Gunnar Steinn Jónsson 4, Dagur Gautason 3, Hafþór Már Vignisson 3, Leó Snær Pétursson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2.

Gytis Smantauskas, nýr leikmaður FH í opnu færi gegn Andra Sigmarssyni Scheving, markverði Aftureldingar. Mynd/J.L.Long


Afturelding var marki yfir í hálfleik í síðari leik kvöldsins í Kaplakrika, 15:14, en vængbrotið lið Mosfellinga hélt ekki út auk þess sem Svavar Ingi Sigmundsson, markvörður FH, sem kom til félagsins í sumar frá KA, reyndist þeim erfiður. Hann varði 12 skot og var með 50% hlutfallsmarkvörslu. Phil Döhler varði níu skot.


Svavar Ingi Sigmundsson fór vel af stað í fyrsta leik sínum með FH. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 8, Birgir Már Birgisson 6, Gytis Smantauskas 4, Egill Magnússon 4, Ágúst Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1, Eianr Örn Sindrason 1.
Mörk Aftureldingar: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Hamza Kablouti 4, Bergvin Þór Gíslason 3, Gunnar Kristinn Malmqvist Þórsson 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Birgir Örn Birgisson 1, Andri Schving Sigmarsson 1.

Hamza Kablouti, nýr liðsmaður Aftureldingar, sækir að vörn FH. Mynd/J.L.Long


Næstu leikir:
Fimmtudagur 26. ágúst:

18:00 FH – Stjarnan.
20:00 Haukar – Afturelding.

Laugardagur 28. ágúst:
11:00 Afturelding – Stjarnan.
13:00 FH – Haukar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -