- Auglýsing -
Annar leikdagur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla verður í dag. Eins og í fyrradag verður leikið í Kaplakrika. FH-ingar ríða á vaðið þegar þeir mæta Stjörnunni í leik sem hefst klukkan 18. Tveimur stundum síðar hefst viðureign Hauka og Aftureldingar.
Haukar unnu Stjörnuna, 34:29, á þriðjudaginn og FH lagði Aftureldingu, 31:27. Lokaumferð mótsins verður leikin á laugardaginn.
Áhorfendur eru velkomnir á leikina í Kaplakrika þar sem ítrustu sóttvarna verður gætt. Nægt pláss er í húsinu. Einnig verður hægt að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á youtuberás FH – FH handbolti í beinni.

- Danskt lið mætir Andreu og Díönu í undanúrslitum
- Kínverjar fá boðskort á heimsmeistaramótið
- Tap og sparnaður hjá norska meistaraliðinu
- Síðari úrslitaleikur Vals verður á Hlíðarenda
- Jón Karl markakóngur Grill 66-deildar – skoraði nærri 10 mörk að meðaltali
- Auglýsing -