- Auglýsing -
Annar leikdagur á Hafnarfjarðarmótinu í handknattleik karla verður í dag. Eins og í fyrradag verður leikið í Kaplakrika. FH-ingar ríða á vaðið þegar þeir mæta Stjörnunni í leik sem hefst klukkan 18. Tveimur stundum síðar hefst viðureign Hauka og Aftureldingar.
Haukar unnu Stjörnuna, 34:29, á þriðjudaginn og FH lagði Aftureldingu, 31:27. Lokaumferð mótsins verður leikin á laugardaginn.
Áhorfendur eru velkomnir á leikina í Kaplakrika þar sem ítrustu sóttvarna verður gætt. Nægt pláss er í húsinu. Einnig verður hægt að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á youtuberás FH – FH handbolti í beinni.

- Arnviður Bragi og Þormar skrifa undir samninga nyrðra
- Myndskeið: Glæsitilþrif Viktors Gísla
- Allt klárt fyrir Ragnarsmótið á Selfossi
- EM kvenna 19 ára hefst í næstu viku – keppnishópurinn valinn
- Myndsyrpa: Margir Íslendingar á Partille Cup
- Auglýsing -