Varnarjaxlinn úr Hafnarfirði, Ísak Rafnsson, hefur skrifað undir framlenginu á samningi sínum við ÍBV. Ísak hefur gert það gott með ÍBV síðustu þrjú ár eftir að hann söðlaði um og hleypti heimdraganum eftir að hafa leikið með FH árum saman að einu tímabili undanskildu er hann var í Austurríki.
Ísak hefur leikið mikilvæga hlutverk í varnarleik ÍBV og mun væntanlega gera það áfram á næstu leiktíð. Ísak varð Íslandsmeistari með ÍBV 2023.
„Með sínum tveim metrum og sterkri nærveru í vörninni hefur hann verið erfiður viðureignar fyrir andstæðinga, og hann alltaf tilbúinn að stíga upp þegar mest á reynir. Við erum stolt af því að hafa Ísak áfram hjá okkur – og hlökkum til að sjá hann halda áfram að leiða liðið inn í nýtt tímabil,“ segir m.a. í tilkynningu frá ÍBV.
Í æfingaferð í Hollandi
Þess má geta að karlalið ÍBV er í æfingaferð í Hollandi þessa dagana til undirbúnings fyrir komandi leiktíð. Í dag stendur til að mæta Aalsmeer í De Bloemhof áður en haldið verður til Den Haag og spreytt sig á móti Hellas.