- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði fór áfram í bikarnum í háspennuleik

Hákon Daði Styrmisson t.h. Mynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og samherjar hans í Eintracht Hagen komust í kvöld upp úr fystu umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með sigri á útivelli á liði Eulen Ludwigshafen, 32:31, í háspennuleik. Grípa varð til framlengingar til þess að knýja fram hrein úrslit en jafnt var, 28:28, að loknum 60 mínútna leik.


Hákon Daði skoraði fimm mörk og var með fullkomna nýtingu. Ekki veitti af í svo jöfnum leik.

Aðeins var eitt mark skorað á síðari fimm mínútum framlengingarinnar og það gerði Eulen Ludwigshafen. Hagen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

Leikmenn Ludwigshafen voru tveimur mörkum yfir, 28:26, þegar skammt var til leiksloka í hefðbundnum leiktíma. Hákon Daði og félagar sýndu mikla áræðni á lokakaflanum og tókst að jafna á síðustu sekúndu. Tilman Pröhl var þar að verki. Leikmenn Hagen tóku síðan völdin á fyrri fimm mínútum framlengingar og héldu sjó á síðari fimm mínútunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -