- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði hafði betur gegn Tuma Steini

Hákon Daði Styrmisson t.h. þegar hann skrifað undir samning við Hagen í haust. Mynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og nýir samherjar hans í Eintracht Hagen fögnuðu í kvöld sínum fyrsta sigri á leiktíðinni í 2. deild þýska handknattleiksins. Hagen lagði þá Coburg með Tuma Stein Rúnarsson innanborðs, 26:24, í Ischelandhalle í Hagen.


Hákon Daði gekk til liðs við Hagen frá Gummersbach í upphafi þessa mánaðar. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og þurfti til þess þrjár tilraunir. Honum brást bogalistin í einu vítakasti.

Tumi Steinn lét til sín taka hjá Coburg og skoraði fimm mörk í átta skotum fyrir utan að eiga tvær stoðsendingar.

Jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 10:10. Um miðjan síðari hálfleik var Coburg komið tveimur mörkum yfir, 19:17, þegar vopnin snerust í höndum leikmanna liðsins. Leikmenn Hagen létu ekki bjóða sér það tvisvar. Þeir skoruðu fimm mörk í röð án svars frá Coburgurum. Hákon Daði og félagar voru með fjögurra marka forskot þegar skammt var til leiksloka, 26:22.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -