- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði innsiglaði sigurinn í Safamýri

Hákon Daði Styrmisson varð næst markahæstur i Olísdeildinni. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Eyjamenn skoruðu tvö síðustu mörkin í leik sínum við Fram í Safamýri í dag í Olísdeild karla og tóku bæði stigin með sér heim eftir sveiflukenndan leik, 30:29. Framarar töpuðu þar með öðum heimaleik sínum í röð eftir að hafa verð taplausir á heimavelli þar til þeir mættu FH-ingum á heimavelli á sumardaginn fyrsta.


Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmark ÍBV eftir hraðaupphlaup, 30:29, en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin, 29:29. ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13. Framarar voru hinsvegar um tíma með forskot í síðari hálfleik, m.a. 24:21 þegar tólf mínútur voru til leiksloka og 25:22, skömmu síðar. Eftir það dró saman með liðunum og lokakaflinn var jafn og spennandi.


Mörk Fram: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Vilhelm Poulsen 5, Arnar Snær Magnússon 4, Breki Dagsson 3, Þorvaldur Tryggvason 3, Andri Már Rúnarsson 2, Rógvi Dal Christiansen 2, Stefán Darri Þórsson 2, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 1, Matthías Daðason 1/1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13, 31,7% – Valtýr Már Hákonarson 2/2, 50%.
Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 9/4, Kári Kristján Kristjánsson 8, Dagur Arnarsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 4, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8, 32% – Björn Viðar Björnsson 3, 21,4%.
Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -