- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði kveður Hagen í sumar – ekkert ennþá í hendi

Hákon Daði Styrmisson t.h. þegar hann skrifað undir samning við Hagen í haust. Mynd/Eintracht Hagen
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn og vinstri hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson horfir í kringum sig þessa daga og vikur eftir að ljóst var að hann leikur ekki áfram með Eintracht Hagen þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. Hákon Daði staðfesti við handbolta.is að víst sé að hann verður ekki áfram hjá Hagen sem er um þessar mundir í fjórða sæti næst efstu deildar þýska handknattleiksins.

„Á þessari stundu er ég ekki með neitt í hendi fyrir næsta tímabil. Ég er vongóður um að eitthvað hlaupi á snærið,“ sagði Hákon Daði við handbolta.is í gær.

Hákon Daði gekk til liðs við Eintracht Hagen september á síðasta ári eftir að hafa verið í tvö keppnistímabil með Gummersbach, bæði í efstu og næst efstu deild. Hann var óheppinn að slíta krossband eftir aðeins fimm mánuði hjá Gummersbach og var í nærri ár frá keppni. Hákon Daði var kominn á fulla ferð aftur eftir meiðslin þegar leiðir hans og Gummersbach skildu. M.a. lék Hákon Daði með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi í upphafi síðasta árs.

Hákon Daði lék síðast heima á Íslandi leiktíðina 2020/2021 með ÍBV. Hann varð næst markahæstur í Olísdeildinni með 158 mörk, fimm mörkum á eftir Árna Braga Eyjólfssyni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -