- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði og Elvar Örn í hópnum fyrir leikina við Ísrael og Eistland

Íslenska landsliðið hefur undankeppni EM 2024 í næsta mánuði með leikjum við Ísrael og Eistland. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og Elvar Örn Jónsson eru á meðal 18 leikmanna sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla hefur valið í A-landsliðið sem mætir landsliðum Ísraels og Eistlands í upphafsleikjum undankeppni Evrópumótsins í handknattleik 2024. Leikirnir fara fram 12. og 16. október.


Hákon Daði er nýlega byrjaður að leika á ný með Gummersbach eftir krossbandaslit. Elvar Örn Jónsson hefur ekkert leikið með MT Melsungen síðan í byrjun apríl eftir að hafa meiðst illa á öxl í fyrri viðureign Íslands og Austurríkis í undankeppni HM í Bregenz um miðjan apríl. Elvar Örn sagði við handbolta.is á dögunum að hann væri á góðum batavegi og reiknaði með að leika með Melsungen aftur eftir landsleikjahléið í næsta mánuði.


Leikurinn við Ísrael verður á Ásvöllum 12. október og hefst klukkan 19.45. Í tilkynningu frá HSÍ segir að miðasala á leikinn hefjist á Tix.is föstudaginn 30. september. Viðureign Íslands og Eistlands verður í Eistlandi laugardaginn 15. október.


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (45/1).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (242/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (35/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (158/618).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276).
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (7/15).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82).
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC (19/19).
Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27).
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33).


Fréttin var uppfærð 10. október þegar Ómar Ingi Magnússon dró sig út úr hópnum og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kom í hans stað.

  • Frá leikjunum við Austurríki falla Óðinn Þór Ríkharðsson og Haukur Þrastarson úr hópnum. Sá fyrrnefndi er ristarbrotinn. Sigvaldi Björn Guðjónsson sem var meiddur í vor tekur sæti Óðins Þórs.
  • Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki valinn nú þótt hann sé kominn á skrið á handknattleiksvellinum. Ólafur var meiddur í vor en var í EM-hópnum í janúar.


Báðir leikir verða í textalýsingu hjá handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -