- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hákon Daði og samherjar skelltu toppliðinu

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson og samherjar hans í Eintracht Hagen gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu topplið Bietigheim á heimavelli Bietigheim, í EgeTrans Arena, 36:33, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Þar með náði lið Potsdam efsta sæti deildarinnar í framhaldi af sigri á GWD Minden, 36:24, í ERKUR Arena i Minden.


Hákon Daði skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld auk þess sem hann krækti einu sinni í boltann af liðsmönnum Bietigheim.

Staðan var jöfn í hálfleik, 17:17.

Hagen er í sjöunda sæti deildarinnar eins og sjá má hér að að neðan.

Áfram gengur á afturlöppunum hjá Íslendingunum hjá GWD Minden. Þeir áttu ekki roð í liðsmenn Potsdam sem smellu sér í efsta sætið með stórsigri, 36:24. Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fjögur mörk og Sveinn Jóhannsson þrjú mörk fyrir GWD Minden.

Aðalsteinn Eyjólfssson er þjálfari GWD Minden sem er í 14. sæti af 18 liðum 2. deildar með 11 stig og ljóst að liðsmenn verða að bíta í skjaldarrendur.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -