Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson, Donni, verða utan leikmannahóps íslenska landsliðsins sem mætir Portúgal í fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Kristianstad í Svíþjóð í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Átján leikmenn eru í landsliðshópnum en sextán mega taka þátt í hverjum leik. Þar af leiðandi verða tveir að vera utan keppnishópsins í hverjum leik.
Hákon Daði Styrmisson tekur þátt í sínum fyrsta leik á heimsmeistaramóti. Eyjapeyinn verður þar með 151. handknattleiksmaðurinn sem leikur fyrir íslenska landsliðið á þeim 65 árum sem liðin eru frá fyrsta leik Íslands á HM. Leikurinn við Portúgal í kvöld verður 133. viðureign Íslands á heimsmeistaramóti.
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (246/17).
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (37/1).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (73/83).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (159/623).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (93/295).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (25/32).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (56/143).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (41/143).
Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (10/25).
Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (60/87).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (18/63).
Ólafur Andrés Guðmundsson, GC Amicitia Zürich (139/269).
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (67/221).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (51/135).
Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (35/84).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (66/35).
D-riðill (Kristianstad) 14.janúar: Portúgal – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30. 16.janúar: Suður Kórea – Ísland, kl. 17. Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.