- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hálf milljón í félagskiptagjöld

Viorel Bosca verður væntanlega með Þór í fyrsta sinn gegn ÍBV á laugardaginn.
- Auglýsing -

Þórsarar á Akureyri hafa hnýtt alla enda sín meginn svo rúmenski handknattleiksmaðurinn Viorel Bosca geti leikið með liðinu í fyrsta sinn þegar Þór tekur á móti ÍBV í Olísdeild karla í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Meðal annars hafa verið greiddar um hálf milljón í félagsskiptagjöld.


Þetta staðfestir Magnús Ingi Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, við handbolta.is. Aðeins er beðið eftir formlegum frágangi af hálfu Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, sem vonandi verður lokið fyrir laugardaginn.


Þór hefur greitt 1.400 evrur, jafnvirði 227.000 kr, til belgíska félagsins sem Bosca lék með síðast og var enn félagsbundinn. Jafnháa upphæð hefur Þór borgað til Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í félagsskiptagjald á milli landa. Til viðbótar hefur Þór greitt HSÍ 45.000 kr í félagsskiptagjald.


„Það kostar sitt að fá leikmenn að utan,“ sagði Magnús Ingi og bætti við að Þórsarar hafi frá upphafi gert sér grein fyrir að verulegur kostnaður fylgdi því að fá handknattleiksmann frá útlöndum til sín.


„Bosca lauk sóttkví í vikunni og hefur æft með liði okkar tvisvar sinnum. Við erum bara spenntir fyrir að tefla honum fram í okkar liði í næsta leik. Vonandi gengur það eftir,“ sagði Magnús Ingi Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs Akureyrar í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -