- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór í milliriðil með Barein – Íslendingaslagur í aðsigi

Halldór Jóhann Sigfússon gefur skipanir til leikmanna Barein á HM 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Halldór Jóhann Sigfússon stýrði landsliði Barein til sigurs á Kongó í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik í Egyptalandi í kvöld, 34:27. Þar með tryggði Barein sér sæti í milliriðlakeppni mótsins og mætir liðum um C-riðli. Þar með er ljóst að Halldór Jóhann og lærisveinar mæta japanska landsliðinu undir stjórn Dags Sigurðssonar í lokaumferð milliriðils tvö á næsta mánudag.


Kongóbúar stóðu í Bareinum framan af leik í dag að loknum fyrri hálfleik var aðeins eins marks munur, 13:12. Þegar kom fram í síðari hálfleik var ljóst að Bareinar voru sterkari. Þeir sigldu því örugglega fram úr og unnu með sjö marka mun.

Þar með er ljóst að allir fjórir íslensku þjálfararnir á mótinu stýra liðum í milliriðlakeppni HM að þessu sinni. Auk Dags og Halldórs eru það Alfreð Gíslason með þýska landsliðið og Guðmundur Þórður Guðmundsson með það íslenska.

Þýska landsliðið mætir Ungverjum síðar í kvöld í B-riðli í baráttu um efsta sætið en lið beggja er komið áfram í mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -