- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekkert sjálfgefið að Ísland sé alltaf í fremstu röð

- Auglýsing -

„Við erum ánægðir og stoltir yfir árangrinum en það var kannski inneign fyrir að leika um fimmta til sjötta sætið,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfara 20 ára landsliðs karla í í handknattleik í samtali við handbolta.is þar sem Halldór Jóhann gerði upp Evrópumótið sem lauk í Celje í Slóveníu í gær. Íslenska landsliðið hafnaði í sjöunda sæti með sigri á Noregi, 32:29, í gær.

Halldór Jóhann segir ennfremur að góðar framfarir hafi átt sér stað hjá leikmönnum síðan undirbúningur hófst á síðasta hausti. „Þetta er flottur og metnaðarfullur hópur sem á að vera stoltur yfir að leika fyrir íslenska landsliðið. Einnig vil ég hrósa þeim fyrir faglegheit fyrir mótið og á meðan það stóð yfir. Aginn var ótrúlega mikill,“ segir Halldór Jóhann og bætir við.

„Við höfum ítrekað við strákana fyrir hvern leik fyrir hvað við viljum standa. Ísland er land elds og íss. Fyrir vikið á enginn að vinna okkur á baráttugleði. Í viðbót við aga sem þarf til þess að fara í gegnum svona mót, átta leikir á ellefu dögum. Það er ekkert sjálfgefið að ná svona góðum árangri á mótinu,“ segir Halldór Jóhann sem lauk lofsorði á afar gott samstarf sitt við Einar Andra Einarsson, hinn þjálfara liðsins, Gísla Guðmundsson markvarðaþjálfara, Kára Árnason sjúkraþjálfara og Herbert Inga Sigfússon farastjóra.

Ekkert sjálfgefið að vera í fremstu röð

Ellefu mánuðir eru fram að heimsmeistaramóti 21 árs landsliða sem fram fer í Póllandi í júní á næsta ári. Þar verður væntanlega drjúgur hluti þessa hóps árinu eldri og reyndari. Halldór Jóhann segir mikilvægt að leikmennirnir vinni áfram af krafti með sínum félagsliðum auk þess sem þeir fái næg tækifæri til þess að leika með þeim.

„Það eru mörg jöfn lið í þessum aldursflokki, átta til tíu lið sem gera kröfu um að vera í allra fremstu röð. Það er alls ekki sjálfgefið að Ísland eigi alltaf lið í hópi átta bestu í heiminum, hvort heldur meðal A-landsliða eða þeirra yngri. Við fáum virðingu fyrir að vera alltaf við toppinn og þess vegna eigum við að vera duglegir við að halda okkur þar,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon annar þjálfari U20 ára landsliðs karla í handknattleik.

Lengra viðtal er við Halldór Jóhann efst í þessari frétt.

Yngri landslið

Myndskeið

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Björt framtíð í íslenskum handbolta

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -