Örvhenta skyttan hjá Aftureldingu, Hallur Arason, hefur verið kallaður inn í færeyska landsliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni Evrópumótsins á miðvikudaginn í næstu viku. Leikurinn verður sá fyrsti í nýrri þjóðarhöll Færeyinga, Við tjarnir. Um sögulegan leik verður þar af leiðandi að ræða.
Tilkynnt var um valið á Halli í morgun. Hann bætist við 14 manna hóp sem Peter Bredsdorff-Larsen landsliðsþjálfari valdi fyrir nokkru síðan. Hinn leikmaðurinn sem Rógvi Dal Christiansen fyrrverandi leikmaður Fram en hann leikur um þessar með Kyndli í Þórshöfn.
Hallur kom til Aftureldingar fyrir leiktíðina frá VÍF í Vestmanna. Hann hefur skoraði 49 mörk í 15 leikjum Mosfellinga í Olísdeildinni. Hallur hefur áður verið valinn í færeyska landsliðið og lék með því gegn Rúmeníu í mars fyrir tveimur árum.
Valsmennirnir Allan Norðberg og Bjarni í Selvindi eru einnig í fæeyska landsliðinu sem valið var en hanbolta.is sagði frá þeim á dögunum þegar 14 mannahópurinn var valinn.
Færeyski landsliðshópurinn:
Markverðir:
Pauli Jacobsen, HØJ Elite.
Aleksandar Lacok, Lugi Handboll.
Aðrir leikmenn:
Tróndur Mikkelsen, Kristiansand Topphåndbold.
Rói Ellefsen á Skipagøtu, IF Hallby HK.
Óli Mittún, IK Sävehof.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, THW Kiel.
Bjarni í Selvindi, Valur.
Rói Berg Hansen, Køge Håndbold.
Leivur Mortensen, FIF Håndbold.
Hákun West av Teigum, Füchse Berlin.
Allan Norðberg, Valur.
Hallur Arason, Afturelding.
Teis Horn Rasmussen, Aarhus HC.
Pætur Mikkjalsson, Team Sydhavsøerne.
Ísak Vedelsbøl, IK Sävehof.
Rógvi Dal Christiansen, Kyndil.