Frammistaða Agnesar Lilju Styrmisdóttir, ungrar handknattleikskonu hjá ÍBV, hefur vakið athygli í fyrstu leikjum Olísdeildar. Rakel Dögg Bragadóttir einn sérfræðinga Handboltahallarinnar hafði sérstaklega orð á framgöngu Agnesar Lilju í leik ÍBV og KA/Þórs í Vestmannaeyjum á sunnudaginn.
„Hún er efnileg skytta og virkar á mig sem mjög sterkur karakter, fagnar öllu mörkum vel. Það er mikill kraftur í henni. Hún er með mjög gott framlag í sóknarleiknum en einnig varnarlega. Hún spilar fyrir framan í 5/1 vörninni og gerir alveg frábærlega. Það hafa ekki allir vald yfir því að leika þennan senter hún gerði það alveg gríðarlega vel,“ sagði Rakel Dögg í Handboltahöllinnni í gær en sjá má klippur úr Handboltahöllinnni hér fyrir neðan.
Meiri umræða var um ÍBV-liðið í þættinum sem Hörður Magnússon umsjónmaður og Rakel Dögg voru sammála um að liðið væri í framför og eigi meira inni.





