- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Breytt vörn og von um undanúrslit

29. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag þegar Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson settust í Klaka stúdíóið sitt.


Í þættinum að þessu sinni fóru þeir félagar yfir leik Íslands og Ungverja. Þeir voru gríðarlega ánægðir með þá ákvörðun Gumma að bakka með vörnina og töldu að það hafi verið lykillinn að sigri íslenska liðsins.


Þá rýndu þeir í framhaldið hjá strákunum okkar en þeir telja möguleikana í milliriðlinum vera ágæta og gengu þeir Jói og Gestur svo langt að spá liðinu alla leið í undanúrslit.


Þá tilkynntu þeir um sigurvegarann í getraunaleik sínum en að þessu sinni voru tveir sem giskuðu á rétt úrslit, Veigar Þórður Siguðrsson og Berglind Ýr Gylfadóttir. Fá þau gjafabréf á BK Kjúkling að launum.


Undir lok þáttarins hrósuðu þeir vefsíðunni handbolti.is fyrir þeirra framlag í handboltaumfjölluninni hér á mótinu og vildu þeir hvetja allt handboltafólk til að vera duglegt að fara inná síðuna og eins að styðja við bakið á henni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -