- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Hátt spennustig og taktískur sigur

- Auglýsing -

Sextugasti þátturinn af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í kvöld þar sem þeir Jói Lange og Gestur fóru yfir leikina í undanúrslitum Olísdeildar kvenna.

Þeir byrjuðu á því að fara yfir leik ÍBV og KA/Þórs þar sem þeim fannst spennustigið vera illa stillt hjá heimastúlkum og vildu þeir félagar fá meira framlag frá leikmönnum eins og Hrafnhildi Hönnu og Ástu Björt. Þeir hrósuðu að sama skapi Rakel Söru Elvarsdóttur í liði KA/Þórs en þeim finnst hún vera búinn að vera frábær í allan vetur og telja hana vera efnilegasta leikmanninn í Olísdeildinni í vetur.  Þá eiga þeir von á því að oddaleikurinn á milli þessara liða komi til með að verða æsispennandi og muni líklega ráðast á loka andartökum leiksins en þeir spá því þó að það verði norðanstúlkur sem fari áfram í úslitaeinvígið.

Þá fóru þeir yfir leik Vals og Fram þar sem þeir telja Ágúst Jóhannsson hafa unnið taktískan sigur gegn Stefáni Arnarsyni með því að spila þessa 5+1 vörn á Karen. Og það kom þeim á óvart að jafn reyndur þjálfari og Stefán hafi ekki fundið lausnir á þessum varnarleik.  Þeir félagar hafa hrifist mjög af spilamennsku Vals í þessari úrslitakeppni til þessa og þeim finnst þær vera líklegastar til þess að landa titlinum í ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -