- Auglýsing -
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér nýjan þátt í dag. Þeir ætla sér að gefa út tvo þætti í viku núna þar sem þeir fá 2 fulltrúa frá liðunum í Olísdeild karla til sín í spjall og stefna þeir félagar á að hafa lokaþáttinn í þessari yfirferð í beinni útsendingu föstudagunn 6. nóvember.
Það voru nafnarnir Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR og Kristinn Guðmundsson annar af þjálfurum ÍBV sem voru í spjalli í þætti dagsins. Þeir lágu ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn.
- Auglýsing -