51.þáttur í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag. Að þessu sinni var þátturinn í umsjón Jóa Lange og Arnars Gunnarsson. Í upphafi þáttar fóru þeir yfir landsleik Íslands gegn Litháen þar sem þeir voru sammála um að þetta hafi verið léleg frammistaða og hreinlega krefjast þess að íslenska landsliðið geri betur. Eins vilja þeir sjá liðið spila annað varnarafbrigði því þeir telja vera fullreynt með þessa vörn.
Svo fóru þeir yfir leikina í 17. umferð Olísdeild karla. Þar sem þeir voru ánægðir með var hvernig Valsmenn svöruðu eftir tapið gegn Þór á dögunum og leikmenn liðsins sýndu sitt rétta andlit. Þeir voru ekki eins ánægðir með frammistöðu Þórsara gegn Haukum þar sem leikmenn liðsins voru eins og byrjendur í íþróttinni á tímabili. Þá fannst þeim komið endanlega í ljós að leikmenn ÍR hafa ekki þá getu sem þarf til að spila í Olísdeild karla og veltu því reyndar einnig fyrir sér hvort að þjálfarinn hefði getuna til þess að stýra liði í efstu deild.
Að lokum fóru þeir yfir hvað væri framundan í Olísdeild karla og völdu hvaða leikmenn koma til greina sem BK leikmaður 17. umferðar. Þeir sem eru tilnefndir að þessu sinni eru, Björgvin Hólmgeirsson (Stjörnunni), Orri Freyr Þorkelsson (Haukum), Martin Nágy (Val), Einar Sverrisson (Selfoss) og Stefán Huldar Stefánsson (Gróttu).
Hægt er hlusta á þáttinn á hlekknum hér fyrir neðan.