- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Leikir fyrstu umferðar og umspilið

- Auglýsing -

Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í gærkvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um leikina tvo í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla sem fram fóru auk þess að taka fyrir leik Kríu og Víkinga í leik um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð.

Valsmenn sýndu mátt sinn fyrir norðan og virðast vera að koma upp á réttum tímapunkti. Að sama skapi virkuðu KA menn frekar daufir í leiknum og á tímabili var Árni Bragi Eyjólfsson sá eini í liði þeirra  sem var með lífsmarki en hann skoraði 15 mörk í leiknum.

Stjarnan og Selfoss mættust í hörkuleik í Mýrinni. Selfyssingar voru þó ávallt með frumkvæðið í leiknum. Þeir félagar voru gríðarlega ánægðir með innkomu Ísaks Gústafssonar sem fór á kostum í leiknum.

Í lok þáttar fóru þeir yfir síðari leik Kríu og Víkings í úrslitaeinvíginu um laust sæti í Olísdeild karla. Kría  gerði sér lítið fyrir og vann leikinn, 20-17, og þar með einvígið með tveimur vinningum og tekur sæti í Olísdeild á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -