- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Níunda umferð, málefni Þórs, breytingar á fyrirkomulagi

- Auglýsing -

Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíóið sitt og tóku upp sautjánda þátt vetrarins. Umsjónarmenn að þessu sinni voru Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Gestur Guðrúnarson.


Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta sem gerðist í 9. umferð Olísdeildar karla auk þess að velja Klakaleikmenn leikjanna. Ásbjörn Friðriksson (FH), Björgvin Páll Gústavsson (Val), Einar Baldvin Baldvinsson (Gróttu), Arnór Viðarsson (Stjörnunni), Atli Báruson (Haukum) og Hrannar Bragi Eyjólfsson (Stjörnunni).


Í lok þáttar fóru þeir aðeins yfir tvö málefni, annars vegar stöðu handboltans á Akureyri en Árni Rúnar Jóhannesson formaður handknattleiksdeildar Þórs Akureyri skrifaði grein um það mótlæti sem félagið finnur fyrir hjá bæjarstjórn Akureyrar.  

Hins vegar ræddu þeir greinarnar sem Arnar skrifaði á handbolti.is þar sem að hann viðrar þær hugmyndir um að fækka liðum í úrvalsdeild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -