Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar var á ferðinni í gærkvöld þar sem að umsjónarmenn þáttarins fjölluðu um fyrsta leikinn á milli KA/Þórs og Vals í úrslitaeinvíginu í Olísdeild kvenna.
Það var boðið uppá háspennu leik í KA-heimilinu þar sem að liðin sýndu góðan handbolta. Það vakti sérstaklega athygi þrautseigja norðanstúlkna sem hætta aldrei og eru ótrúlega skynsamar í sínum sóknarleik. Það er ljóst að nú eru Valsstúlkur komnar með bakið upp við vegginn fræga þegar þær fara á sinn heimavöll á sunnudaginn. M.a. þarf að finna leiðir til þess að koma Theu Imani Sturludóttur meira inn í sóknarleik liðsins ef þær ætla sér að eiga möguleika á að fara í oddaleik.
Þá vildu þeir hrósa Stöð2Sport fyrir þeirra framlag í umgjörðinni í þessum leik þar sem þeir mættu á staðinn og voru með flottan panel með tveimur sérfræðingum og lýsendur voru á staðnum. Og vona svo innilega að þetta sé sá metnaður sem koma skal hjá fólkinu á Suðurlandsbrautinni.