- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Undanúrslit Olísdeildar kvenna til umræðu

- Auglýsing -

Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu frá sér sinn 58. þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Gestur Guðrúnarson. 

Í þættinum fóru þeir yfir leikina í undanúrslitunum í Olísdeild kvenna sem fram fóru í gær.  Þeir félagar hrósuðu Sigga Braga þjálfara ÍBV fyrir að hafa undirbúið sitt lið gríðarlega vel undir leikinn gegn KA/Þór. Að sama skapi lýstu þeir furðu sinni á því að virtist sem að það kæmi norðanstúlkum á óvart að Rut Jónsdóttir væri klippt út.

Þá hrósuðu þeir einnig stuðningsmönnum ÍBV en þeir fylltu heila vél til þess að fylgja sínu liði og það munaði um minna í þessum leik. 

Einnig voru þeir ánægðir með leik Valsstúlkna gegn Fram og þeir eru á því að Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals sé kominn með sitt lið á réttan stað og þær séu til alls líklegar í þessari úrslitakeppni. Að sama skapi lýstu þeir yfir vonbrigðum með hægri vænginn hjá Fram en þær Hildur Þorgeirsdóttir og Lena Valdimarsdóttir hreinlega sáust ekki í leiknum.

Þá völdu þeir BK leikmenn þessara leikja en það voru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hjá ÍBV og Thea Imani Sturludóttir hjá Val.

Þeir félagar verða svo aftur á ferðinni á morgun þegar þeir munu fjalla um 21. umferð í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -