- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Valsmenn, Nagy, ljót brot og óskráður leikmaður

- Auglýsing -

37. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag  þar sem þeir félagar sem um þátt sjá, Gestur og Jói, fara yfir allt það helsta sem gerðist í 11. umferð Olísdeild karla. Þeir voru ánægðir með að Valsmenn virtust vera vakna af værum blundi. Það sem að gladdi þá mjög var að sjá þann ungverska Martin Nagy stimpla sig inní deildina.

Umferðin var þó lituð af tveimur ljótum brotum sem þeir félagar hefðu viljað sjá rauð spjöld á lofti og þeir hreinlega krefjast þess að dómarar deildarinnar fari að taka harðar á þessum klaufabrotum þar sem er verið að fara harkalega í leikmenn.

Þá fóru þeir aðeins yfir gang mála í Grill66-deild karla en í leik Vængja Júpiters og Harðar í síðustu umferð þar sem Ísfirðingar fóru með sigur af hólmivar vanskráður leikmaður á skýrslu. Forráðarmenn Vængjanna hafa tilkynnt það atvik til mótanefndar HSÍ.

Að lokum völdu þeir þá leikmenn sem koma til greina sem BK leikmaður 11. umferðar. Þeir sem koma til greina eru, Stefán Darri Þórsson (Fram), Anton Rúnarsson (Val), Daníel Griffin (Gróttu), Áki Egilsnes (KA), Sveinn Brynjar Agnarsson (ÍR) og Ágúst Birgisson (FH).

Hægt er hlusta á þátttinn með því að smella hér á örina hér fyrir neðan til hægri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -