- Auglýsing -
Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram á að fara í París eftir tvö ár verður í París en ekki í Lille eins og til stóð. Þess í stað verður körfuknattleikskeppni leikanna flutt til Lille.
Ástæða þessara breytingar er að sögn franska íþróttablaðsins L’Equipe sú að Alþjóða körfuknattleikssambandið viðurkennir ekki Porte de Versailles-íþróttahöllina í París þar sem til stóð að leika körfuknattleik.
Þess í stað verður handknattleikur leikinn í Porte de Versailles að undanskildum úrslitaleikjunum fjórum um verðlaun. Þeir eiga að fara fram í Lille sem er í um það bil þriggja tíma akstursfjarlægð í norður frá París.
Skiplagsnefnd Ólympíuleikanna kemur saman 12. júlí þar sem hún mun að öllum líkindum leggja blessun sína yfir þessar breytingar.
- Auglýsing -