- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Enn ein hindrunin sem FH fellur um

Ekki er útlokað að hægt verði að fylgjast með leik FH og Tatran Presov í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Þetta var það síðasta sem ég bjóst við að ég væri að fara gera þegar ég mætti hingað í Dominos stúdíóið. Að ég væri að fara ræða Haukasigur gegn FH,“ segir Sérfræðingurinn í nýjasta þætti Handkastsins sem kom út í fyrrakvöld eftir viðureign Hauka og FH í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í handknattleik.

Það besta hjá Haukum

„Þetta var það langbesta sem ég hef séð frá Haukum síðan í úrslitakeppninni í fyrra og þetta kom mér einnig á óvart. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég mætti á leikinn. Ég bjóst ekki við Haukasigri en þeir voru bara ógeðslega góðir,“ segir Atli Már Báruson fyrrverandi leikmaður Hauka og Vals sem var gestur þáttarins.

Rannsóknarefni

„Hvernig FH mætir í þennan leik er rannsóknarefni. Vissulega unnu þeir Haukana þægilega fyrr í vetur og umræðan fyrir leikinn var eins og FH ætti að labba yfir Haukana. Auðvitað fannst manni það sjálfum en þetta olli mér óþægindum fyrir leikinn. Þetta er alltaf Haukar og FH. Það er algjörlega með ólíkindum að mæta svona í leik í 8-liða úrslitum bikarsins. Þetta er skemmtilegasta gulrót sem þú færð að fara í Final4,“ segir Teddi Ponza í þættinum.

Þvílík vonbrigði

„Ponza, talaðir um að þetta væri tímabilið. Jújú, liðið er í efsta sæti deildarinnar. Deildin hefur sjaldan verið slakari, ef einhverntímann. Mætandi Haukum sem eru um miðja deild, þvílík vonbrigði og framhald af því hvernig Steini Arndal er að ná til liðsins í þessum mikilvægu leikjum sem hann hefur farið í, með FH-liðið síðustu ár. Hvernig hefur FH gengið í bikarnum undir hans stjórn?

Ég skal segja þér það. Þetta er fimmta tímabilið hans og það eru 0 titlar. Hann er greinilega góður að drilla liðið, því liðið er yfirleitt gott í deildarkeppninni en þegar kemur að stóru leikjunum þá er þetta ekki að ganga. FH-liðið er ekki að komast í gegnum þessar hindranir og þessi leikur gegn Haukum er enn ein hindrunin sem þeir falla á. Þeir eru ekki einu sinni að komast nálægt því að vinna titil, þeir eru ekki að komast í úrslit.“

Nýjasta þátt Handkastsins, en í honum er ítarlega farið yfir viðureign Hauka og FH í átta liða úrslitum Poweradebikars karla, er m.a. hægt að nálgast hér fyrir neðan:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -