- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Farið að hitna í kolunum í Færeyjum

Mikil eftirvænting ríkir í Færeyjum vegna þátttöku landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta er að hype-ast svolítið upp hér í Færeyjum. Landsliðið er að gera góða hluti núna og þeir eru að heimsækja flesta skólana í stórum bæjunum. Þeir eru að æfa í Runavík, Þórshöfn og Klaksvík og eru duglegir að tengjast almenningi. Þetta er að stækka töluvert núna síðustu daga. Auglýsingaskiltin í bæjunum eru öll prýdd landsliðinu,“ segir Finnur Hansson handknattleiksþjálfari í Færeyjum í ýtarlegum upphitunarþætti Handkastsins fyrir Evrópumótið í handknattleik. Þátturinn var að fara í loftið.


Færeyingar taka í fyrsta sinn þátt í Evrópumóti í handknattleik. Fyrsti leikur þeirra verður á fimmtudaginn gegn Slóveníu í Mercedes-Benz Arena í Berlín. Gríðarlegur áhugi er fyrir þátttökunni Færeyjum og ætla þúsundir að fylgja landsliðinu til þýsku höfuðborgarinnar.

Hverjar eru væntingarnar til liðsins á mótinu?
„Strákarnir í liðinu hafa náð ótrúlegum árangri í yngri landsliðunum og fólk trúir endalaust á þá. Nú eru þeir komnir á stórmót og það trúa allir að ótrúlegustu hlutir geti gerst. Það væri algjörlega fáránlegt ef Færeyjar færu uppúr riðlinum, en afhverju ekki að trúa á það?“

Betri fréttir af Óla

Óli Mittún leikmaður Savehof meiddist í leik með liðinu rétt fyrir jól. Meiðslin ku ekki hafa verið alvarleg sem eru jákvæðar fréttir fyrir færeyska liðið.

„Það virðist ekki vera eins slæmt. Hann hefur verið að æfa með liðinu og síðan eru tveir æfingaleikir gegn Belgíu um helgina. Það verður áhugavert að sjá hvort hann taki þátt í þeim leikjum. Allir aðrir í hópnum eru klárir,“ segir Finnur Hansson m.a. í stór upphitunarþætti Handkastsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -