- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Gísli Þorgeir er veikasti hlekkur sóknarleiks Íslands

Gísli Þorgeir Kristjánsson í slag við ungverska varnarmenn í gærkvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrir mér er Gísli Þorgeir veikasti hlekkurinn í sóknarleik íslenska landsliðsins,” segir sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, í nýjasta þætti Handkastsins. Arnar er nýlega kominn heim eftir að hafa séð leiki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Nýjasti þáttur Handkastsins kom út í gærkvöld.

Vann stöðuna einu sinni

„Ég get ekki verið ósammála því. Mig langar að vera það. Gísli Þorgeir er augljóslega ekki orðinn 100% heill. Þegar hann fær rauða spjaldið á Banhidi, það liggur við að það sé í eina skiptið sem hann vann stöðuna einn á móti einum í þessum leik,” segir Teddi Ponza í Handkastinu um atvik þegar Gísli Þorgeir vann heljarmennið í ungverska landsliðinu af leikvelli í gær með rautt spjald.

Best geymdur á bekknum

„Gísli Þorgeir, einn minn uppáhalds handboltamaður. Gjörsamlega sturlaður, búinn að vera frábær með Magdeburg. Þvílíkur karakter, mætir í viðtöl nánast grenjandi þegar illa gengur og þvílík ástríða í honum. Eins og staðan er núna væri hann best geymdur á bekknum, koma inná í 10 mínútur, sprengja upp leikinn ef það gengur ekki þá sest hann aftur á bekkinn og það er hægt að reyna aftur síðar. Hann er ekki með kraftinn í það að vera að gera eitthvað í 40-45 mínútur,” sagði sérfræðingurinn ennfremur.

Umræðan hefst eftir rúmlega 35 mínútur af nýjasta þætti Handkastsins sem hægt er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -