- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Með ólíkindum að horfa á þetta Selfoss-lið

Leikmenn Selfoss bera saman bækur sína. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það er með ólíkindum að horfa á þetta Selfoss lið. Maður sér ekki leið fyrir þá í gegnum þetta svartnætti sem er í gangi akkúrat núna. Hvert er hryggjastykkið í þessu liði? Hvaða leikmenn eiga þeir að treysta á?, “spyr Sérfræðingurinn í upphafi nýjasta Handkastsins þar sem að vanda er farið hressilega yfir handknattleikssviðið hér heima.

Sá markahæsti hætti

„Markahæsti leikmaður Selfoss í leiknum gegn Val er Sölvi Svavarsson, leikmaður sem ákveður að hætta þremur dögum fyrir mót. Hans Jörgen Ólafsson var næst markahæstur og hann var 20. markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Sæþór Atlason og Gunnar Kári ungir og efnilegir leikmenn koma síðan næstir. Þetta eru markahæstu leikmenn Selfyssinga,“ segir Sérfræðingurinn sem liggur margt á hjarta þegar kemur að liði Selfoss sem rekur lestina í Olísdeild karla.

Hefur bullandi áhyggjur

„Ég hef bullandi áhyggjur af Selfoss liðinu en á sama tíma hefur maður heyrt, er ekki bara fínt fyrir Selfoss að falla, þegar heimakjarninn er ekki betri en raun ber vitni. Maður sér ekki þessa Selfyssinga fara í önnur félög í Olís-deildinni ef liðið fellur. Er ekki bara betra að liðið falli, félagið farið í naflaskoðun eins og gert var með kvennaliðið og þá mögulega verður sett upp eitthvað 2-3 ára plan.“

Nýjasta þátt Handkastsins þar sem m.a. er rætt við Teit Örn Einarsson leikmann Flensburg í Þýskalandi er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -