- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Nú er lag fyrir KA að vinna í Eyjum

Jóhann Geir Sævarsson, KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Ef KA ætlar einhverntímann að vinna í Eyjum þá er þetta heldur betur sénsinn,“ segir Atli Már Báruson, læðan, fyrrverandi leikmaður Hauka og Vals, í Handkastinu.

Atli Már var gestur Tedda Ponsa og Styrmis í nýjasta þættinum þar sem m.a. var spáð í spilin fyrir viðureign ÍBV og KA í 5. umferð Olísdeildar karla sem fram fer í Vestmannaeyjum í dag.


„Ég held að það sé bullandi séns fyrir KA-liðið í þessum leik,“ bætti Tedda Ponsa við. Kári Kristján Kristjánsson línumaðurinn þrautreyndi hjá ÍBV tekur út leikbann í dag og Arnór Viðarsson og Dagur Arnarsson eru meiddir.

Viðureign ÍBV og KA hefst klukkan 16 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Útsending frá leiknum verður á sjónvarpsrásum Símans.

KA er taplaust í Olísdeildinni til þessa, tvö töp og tveir sigurleikir, á sama tíma og ÍBV hefur tapað tvisvar og unnið tvær viðureignir.

Umræðan um síðasta leik 5. umferðar, á milli ÍBV og KA, hefst eftir 48,35 mínútur í nýjasta Handkastinu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -