- Auglýsing -
Hannes Jón Jónsson, þjálfari austurríska liðsins Alpla Hard hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2025. Fyrri samningur Hannesar Jóns, sem hann gerði við komuna til félagsins vorið 2021, var til 2023.
Hard tókst ekki að verja meistaratitilinn í vor sem leið. Liðið er núna í öðru sæti í austurrísku deildinni að loknum fimm umferðum tekur ennfremur þátt í Evrópudeildinni en dregið verður í riðla keppninni fyrir hádegið í dag.
Hannes Jón er 42 ára gamall og kom til Hard sumarið 2021 eftir að hafa verið þjálfari í nærri tvö ár hjá Bietigheim í Þýskalandi. Þjálfaraferillinn hófst hjá West Wien árið 2015 þar sem hann var þjálfari í fjögur ár, þar af fyrsta árið sem leikmaður samhliða þjálfuninni.
- Auglýsing -