- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hansen er væntanlegur á æfingu eftir veikindaleyfi

Mikkel Hansen er væntanlegur á morgun á æfingu hjá Aalborg Håndbold. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danski handknattleiksmaðurinn Mikkel Hansen mætir á morgun á sína fyrstu æfingu hjá danska liðinu Aalborg Håndbold. Jan Larsen framkvæmdastjóri félagsins staðfesti þessi gleðitíðindi í samtali við Ekstra Bladet í dag.

Hansen, sem er af mörgum talinn fremsti handknattleiksmaður Dana á síðustu árum, hefur verið í veikindaleyfi síðan í byrjun febrúar. Strax að loknu heimsmeistaramótinu í janúar greindi Hansen og félag hans frá því að Hansen glímdi við kulnun í starfi og ætlaði að leita sér aðstoðar. Tók hann sér frí frá æfingum og keppni út leiktíðina.

Larsen sagði í vor að Hansen væri á góðri leið. Vonir stæðu til að leikmaðurinn dáði gæti hafið æfingar með liðinu um leið og undirbúningur fyrir næst tímabil hæfist. Álaborgarliðið mætir til fyrstu æfingar á morgun.

Nokkrar breytingar

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Aalborg frá síðasta tímabili. Meðal nýrra leikmanna eru dönsku landsliðsmennirnir Niklas Landin og Simon Hald. Aron Pálmarsson er á hinn bóginn fluttur til Íslands og orðinn liðsmaður FH, markvörðurinn Mikael Aggefors hefur lagt skóna á hilluna og línumaðurinn, Felix Claar og Lukas Sandell hafa einnig róið á ný mið eins og línumaðurinn Benjamin Jakobsen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -